Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu

Forsvarsmenn Hótel Sögu hafa fallist á að greiða á fimmta tug gesta á klámráðstefnu, sem fram átti að fara hér á landi í mars, sáttargreiðslu vegna þeirrar ákvörðunar eigenda hótelsins að hætta við að hýsa ráðstefnugesti, samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar er þó haft eftir Sigurgeiri Þorgeirssyni hjá Bændasamtökunum að þetta jafngildi ekki viðurkenningu á sekt í málinu.

Um er að ræða greiðslu vegna ferðakostnaðar, kostnaðar við gistingu og vinnu við undirbúning klámráðstefnunnar. Ekki fékkst gefið upp um hve háa upphæð er að ræða en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur hún nokkrum milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert