Mætti fljúgandi bát

"Ég sá bara þennan bát og mér fannst þetta svo ósannfærandi að ég bara trúði því ekki að þetta gæti endað svona," segir Leó Arnarson en Land Cruiser-jeppabifreið hans er gjörónýt eftir að bátur skall á henni í gær. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Leó var á leið vestur eftir Suðurlandsvegi í Rangárvallasýslu þegar bátur, sem var á kerru bíls sem kom á móti, losnaði og tókst á loft. "Ég átti alls ekki von á þessu og sá eiginlega ekki hvað gerðist. Báturinn fór rosalega hátt upp í loftið, ég sá bara eitthvert ferlíki yfir bílnum sem skrúfaðist svo einfaldlega niður í húddið og þaðan beint á framrúðuna hjá mér."

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert