Mörg barnanna í Kvennaathvarfinu beitt ofbeldi

Um 60% þeirra barna sem komu með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið í fyrra höfðu verið beitt ofbeldi að sögn mæðra barnanna, en það er aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í ársskýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2006. Þá hafa komur í athvarfið aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þær voru alls 712, en voru 557 árið 2005.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að 59% þeirra kvenna sem komu í athvarfið í fyrra hafi svarað því játandi að börn þeirra hafi verið beitt ofbeldi, en spurt er um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Sigþrúður segir hugsanlegt að þetta megi rekja til aukinnar vitundarvakningar um ofbeldi og þess að andlegt ofbeldi sé í meira mæli viðurkennt sem ofbeldi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert