Meðal hefðbundinna dagskráratriða sjómannadagsins á Húsavík er koddaslagur. Hér eru þeir Eyþór Hemmert Björnsson, landskunnur vélsleðakappi, og Hermann Bjarnason, skipverji á togaranum Guðmundi i Nesi RE, báðir á leið í sjóinn. Sigurvegarinn varð aftur á móti Iwan, pólskur starfsmaður í GPG fiskverkun, og er þetta annað árið í röð sem pólskur sigur er í koddaslagnum.
Hátíðarhöld sjómannadagsins á Húsavík hófust kl. 11 í morgun með skemmtisiglingu á Skjálfanda. Fjöldi báta fór í siglinguna í blíðskaparveðri og óhætt að segja að vel hafi tekist til. Til viðbótar því að sigla um flóann lentu margir bátar í hvalaskoðun því nokkrir hnúfubakar léku listir fyrir ánægða sjófarendur. Þegar í land var komið tók svo við hefðbundin sjómannadagsdagskrá á hafnarstéttin og stendur hún eitthvað fram eftir degi.