Sumarbústaðabyggð ef Vinnslustöðin hættir

Stefán Halldórsson, vélaviðgerðarmaður í Vinnslustöðinni, segir að starfsfólk fyrirtækisins sé ekkert sérstaklega hrætt vegna tilboðs þeirra bræðra, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar. "Starfsfólkið hefur ekki rætt mikið um þetta, enda vitum við að þetta er í góðum höndum eins og er," segir Stefán. Að hans mati yrðu það slæm tíðindi ef þeir Guðmundur og Hjálmar kæmust að, en hann segist hafa fulla trú á því að þeir Vestmannaeyingar sem eigi stærstan hluta í fyrirtækinu haldi að sér höndum og selji ekki. Spurður um það hvaða afleiðingar það hefði á byggðarlagið ef svo færi að þeir Guðmundur og Hjálmar eignuðust meirihluta og umsvif Vinnslustöðvarinnar myndu minnka í kjölfarið, líkt og margir hafa spáð, dregur Stefán ekki dul á skoðanir sínar. "Ef sú yrði raunin þá á maður bara sumarbústað hérna, svo einfalt er það."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert