"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"

Samfélagið í Vestmannaeyjum hefur leikið á reiðiskjálfi síðan fréttir bárust um yfirtökutilboð bræðranna Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars, bróður hans, í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Eyjamenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær höfðu almennt illan bifur á þessum áformum og töldu víst að kaup þeirra bræðra yrðu til þess að starfsemi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum myndi dragast saman eða jafnvel leggjast af. Margir hafa vafalaust sofið illa undanfarnar nætur.

Svo virtist þó sem Eyjamenn væru heldur að styrkjast í trúnni á að fyrirtækið yrði áfram í höndum heimamanna og miðað við orð Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, í gær er ástæða til að ætla að svo verði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert