"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"

Sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um hef­ur leikið á reiðiskjálfi síðan frétt­ir bár­ust um yf­ir­töku­til­boð bræðranna Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, og Hjálm­ars, bróður hans, í allt hluta­fé Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Eyja­menn sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær höfðu al­mennt ill­an bif­ur á þess­um áform­um og töldu víst að kaup þeirra bræðra yrðu til þess að starf­semi Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um myndi drag­ast sam­an eða jafn­vel leggj­ast af. Marg­ir hafa vafa­laust sofið illa und­an­farn­ar næt­ur.

Svo virt­ist þó sem Eyja­menn væru held­ur að styrkj­ast í trúnni á að fyr­ir­tækið yrði áfram í hönd­um heima­manna og miðað við orð Sig­ur­geirs Brynj­ars Krist­geirs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í gær er ástæða til að ætla að svo verði.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert