Verklokum Grímseyjarferjunnar seinkað

Verklok við endurbætur á nýrri Grímseyjarferju hafa enn frestast og er nú ráðgert að þau verði síðla sumars. Þetta segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri.

Líkt og áður hefur komið fram var upphaflega stefnt að því að taka ferjuna í notkun í nóvemberbyrjun 2006, en því var síðan frestað til 25. maí nk. og mun nú enn tefjast um nokkra mánuði.

"Það hafa orðið verulegar tafir á þessu verki og það er ljóst að það tefst enn," segir Gunnar og tekur fram að vonir standi til að hægt verði að afhenda ferjuna í ágúst. "Verkið hefur farið svo mjög úr skorðum að maður er hættur að þora að nefna ákveðnar dagsetningar í þessu samhengi." Aðspurður segir Gunnar áætlaðan heildarkostnað við ferjuna hafa verið um 350 milljónir króna, þar af var kaupverðið um 100 milljónir, en ljóst sé að heildarkostnaðurinn verði eitthvað hærri þegar upp verði staðið. Segir hann það ekki síst stafa af ófyrirséðum viðhaldskostnaði og útgjalda vegna endurbóta.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert