Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði fagna merkum tímamótum á þessu ári. Hrafnista í Reykjavík er 50 ára og Hrafnista í Hafnarfirði er 30 ára og af þessu tilefni hefur verið efnt til hátíðardagskrár, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði í dag.
Hátíðin í Reykjavík hefst klukkan eitt með því að Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög. Hálftíma síðar hefst sjómannamessa það sem Ellert B. Schram predikar. Þá verður fjölbreytt dagskrá bæði á Hrafnistuheimilinu og í tjaldi fyrir utan heimilið, en haldið var upp á vígslu þess í tjaldi fyrir 50 árum. Á skemmtun fyrir vistmenn mun síðan Raggi Bjarna koma fram.
Í Hafnarfirði hefst hins vegar afmælisdagskráin klukkan tíu.