"Ég hef á tilfinningunni að það sé frekar auðvelt fyrir ungt fólk að fá sumarstarf," segir Gerður Dýrfjörð, deildarstjóri Vinnumiðlunar ungs fólks í Hinu húsinu. Vinnumiðlunin sér um að ráða í störf fyrir Reykjavíkurborg og af rúmlega tvö þúsund umsækjendum eru nú um 80 manns eftir á lista, flestir 17-18 ára. Gerður telur fjölda starfa og umsækjenda svipaðan og í fyrra og sömu sögu segir Hanna María Jónsdóttir hjá Félagsstofnun stúdenta. Um sex hundruð manns skráðu sig á vefmiðil stofnunarinnar í maímánuði og óskuðu eftir sumarvinnu og enn eru að koma inn ný störf og nýir stúdentar á skrá. Hanna María bendir þó á að erfiðara sé fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára að fá vinnu en mörg fyrirtæki setja 20 ára aldurstakmark þar sem nóg af fólki sé í boði.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.