Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á bifreið sinni á Akrafjallsvegi um kl: 20:00 í kvöld í eftirliti. Í viðræðum við ökumann grunuðu lögreglumenn hann um fíkniefnamisferli. Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem að yfir 20 grömm af ætluðum fíkniefnum fundust á honum við líkamsleit. Ökumaður sagði að efnin væru amfetamín og ætluð til eigin neyslu.
Ökumaður gaf þvagsýni til rannsóknar og sýndi þvagsýnið jákvætt við amfetamíni, kannabis, metamfetamíni, ópíum og kókaín. Blóðsýni var tekið úr ökumanninum sem fer til frekari rannsóknar. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en rannsókn heldur áfram.