Helgi kjörinn formaður Landssambands eldri borgara

Helgi Hjálmsson var í gær einróma kjörinn formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi sambandsins sem haldinn var á Akureyri. Hann var varaformaður í fráfarandi stjórn.

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Aðrir sem kosnir voru í framkvæmdastjórn sambandsins voru Margrét Margeirsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir og Sigurður Hallgrímsson, að sögn Borgþórs Kjærnested, framkvæmdastjóra sambandsins.

„Bíða eftir efndum"

Ólafur var formaður landssambandsins í tvö ár en þar á undan var hann formaður Félags eldri borgara í Reykjavík í sex ár. Hann íhugaði á tímabili að bjóða sig fram til endurkjörs en til þess kom þó ekki. „Ég ákvað að þetta væri komið nóg," sagði hann í gær. Mörg meginbaráttumál eldri borgara væru komin vel á flot inni á Alþingi og á landsfundinum hefði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra talað ákveðið um góða stefnu í stjórnarsáttmálanum. „Nú er bara að bíða eftir efndum," sagði hann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert