Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Hjón er fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni í Djúpadal á Barðaströnd um hádegi í dag, að því er talið er vegna gasleka, eru illa haldin og enn án meðvitundar. Þau voru flutt með þyrlu til Reykjavíkur og að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, læknis á slysa- og bráðadeild Landspítalans, er líðan þeirra stöðug.

Ófeigur sagði að ekki sé ólíklegt að hjónin hafi orðið fyrir komónoxsíðseitrun, en það hafi þó ekki enn verið staðfest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert