Læknaráð segir gangainnlangir ekki boðlegar

Læknaráð ályktaði nýverið að framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þyrfti að sjá til þess að gangainnlagnir kæmu framvegis ekki til álita í starfsemi spítalans. Formaður læknaráðs segir málið snúast um einkalíf sjúklinga og öryggismál spítalans sjálfs.

"Leguplássum á spítalanum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum og vegna plássleysisins eru sjúklingar lagðir inn á gangana," segir Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs. Hann segir slæmt að sjúklingar, oft alvarlega veikir, þurfi að liggja á göngum þar sem friðhelgi einkalífs þeirra sé afar takmörkuð og gestir og gangandi eigi leið hjá. "Þetta getur líka verið mjög bagalegt ef hættuástand skapast á viðkomandi deild. Ef t.d. þarf að rýma húsnæðið vegna bruna eða þá að koma þarf tækjum inn á stofur vegna bráðatilfella getur þetta tafið verulega fyrir," segir Þorbjörn.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert