Lyktað af misgömlum fiski á Hátíð hafsins

Á Hátíð hafsins á miðbakknum í Reykjavík kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi og þjónustu sína fyrir gestum. Á miðbakkanum er m.a. boðið upp á svokallað skynmat hjá Matís (Matvælarannsóknir Íslands), þar sem gestum gefst tækifæri á því að giska á lykt úr lyktarglösum og skoða mismunandi gamlan fisk, annars vegar nýjan og svo hins vegar nokkurra daga gamlan, með tilliti til ferskleika, áferðar og lyktar. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Matís í morgun.

"Skynmat er nauðsynlegur þáttur í gæðaeftirliti matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert