Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur ákveðið að selja Fannborg 1 í heilu lagi en um er að ræða níu hæða blokk með alls 43 íbúðum. Í staðinn verða keyptar stakar íbúðir hér og þar á höfuðborgarsvæðinu fyrir íbúa í blokkinni. "Þetta er annars vegar tilkomið af hagkvæmnisástæðum en ekki síður breyttra sjónarmiða um búsetu fatlaðra," sagði Helgi Hjörvar, stjórnarformaður Brynju.
Mjög sjaldgæft er að blokkir séu boðnar til sölu í einu lagi en Sverrir Kristinsson hjá Fasteignamiðlun segir að blokkin geti m.a. hentað sem íbúðahótel.