Sjómannadegi fagnað um allt land

Frá höfninni á Akureyri.
Frá höfninni á Akureyri. mbl.is

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin er fjölbreytt og lögð er áhersla á að höfða jafnt til barna og þeirra sem eldri eru. Tilgangurinn með deginum er að kynna starf sjómanna og jafnframt að efla samhug sjómanna.

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík og Ísafirði 1938 og breiddist út um allt land á fáum árum. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúðgöngu í Reykjavík árið 1938, en á seinni árum hefur hátíðahöldunum víða verið breytt.

Í dag verður einnig sjómannamessa í Dómkirkjunni, hægt verður að fara í hvalaskoðun, skoða varðskip við Faxagarð og furðufiska á Miðbakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert