Stöðvaður ökuréttindalaus og undir áhrifum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri við eftirlit um kl. 20:00 í gærkvöldi á Akrafjallsvegi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Í viðræðum við ökumann grunuðu lögreglumenn hann um fíkniefnamisferli gaf ökumaður þvagsýni á lögreglustöð og sýndi það jákvætt við amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin fíkniefni. Ökumanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en málið er enn í rannsókn.

Um klukkan 21:30 stöðvaði síðan lögreglan á Akranesi ökumann á Kjalarnesi fyrir of hraðan akstur. Ökumaðurinn sem er rétt yfir tvítugu ók bifreið sinni á 185 km/klst hraða þar sem 90 km/klst er hámarkshraði. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og býður hans nú mikil fjársekt.

Aðeins nokkrum mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Kjalarnesi á 137 km/klst þar sem 90 km/klst er hámarkshraði og býður hans fjársekt að upphæð 60.000 kr og 3 punktar í ökuferlisskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert