Aðsúgur gerður að lögreglu á Höfn

Aðsúgur var gerður að lögreglunni á Höfn í Hornafirði um helgina þar sem lögreglumenn voru við eftirlit með dansleik. Þurftu lögreglumennirnir að beita úðavopni til að yfirbuga ólátaseggi. Einn lögreglumaður var sleginn í andlitið og tveir menn gistu fangageymslur.

Þá var mikil unglingadrykkja í bænum á föstudagskvöld og stóð lögreglan í ströngu við að taka áfengi af börnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert