Bannað að veiða lunda?

Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár.
Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár. mbl.is/Sigurgeir

Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár þar sem lítið hefur sést af sandsíli. Sandsíli er meginuppistaða í fæðu t.d. lunda, kríu og sílamávs, en stofninn er nú í mikilli lægð.

Líklegustu skýringuna á því er að finna í umhverfisbreytingum sem rekja má til hlýnunar loftslags. Reynist það rétt, segir Erpur Snær Hansen, doktor í vistfræði, blasir við algert hrun til frambúðar. Í stað sandsílis finnast ýmsar tegundir smáfiska en fæstir eru nógu næringarríkir fyrir lundann. Að öllum líkindum verður enginn ungfugl til að veiða eftir tvö ár.

Kríuvarpið líklegast lélegt

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert