Bannað að veiða lunda?

Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár.
Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár. mbl.is/Sigurgeir

Allt stefnir í að lundavarp í Eyjum bregðist í ár þar sem lítið hefur sést af sandsíli. Sandsíli er meginuppistaða í fæðu t.d. lunda, kríu og sílamávs, en stofninn er nú í mikilli lægð.

Líklegustu skýringuna á því er að finna í umhverfisbreytingum sem rekja má til hlýnunar loftslags. Reynist það rétt, segir Erpur Snær Hansen, doktor í vistfræði, blasir við algert hrun til frambúðar. Í stað sandsílis finnast ýmsar tegundir smáfiska en fæstir eru nógu næringarríkir fyrir lundann. Að öllum líkindum verður enginn ungfugl til að veiða eftir tvö ár.

Kríuvarpið líklegast lélegt

Skortur á sandsílum hefur ekki einungis áhrif á stofn lundans. Fyrir tveimur árum drápust margir kríuungar úr sulti og í fyrrasumar verpti krían lítið og seint. Talið er að varpið í ár verði jafnslæmt og í fyrra. Í sumar ætlar Hafrannsóknastofnun að kanna sandsílastofninn og athuga hvort ástandið er jafnalvarlegt og menn halda.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert