Maður á fertugs aldri var í dag stöðvaður á 148 km hraða á Suðurlandsvegi. Lögreglan á Selfossi stöðvaði manninn og vaknaði fljótlega grunur um að maðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Þvagsýni leiddi síðar í ljós að maðurinn hafði neytt efna á borð við amfetamín og kannabis. Við húsleit á heimili mannsins fannst síðan nokkuð af slíkum efnum í neysluskömmtum sem lagt var hald á ásamt skotvopni.
Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafði leyfi fyrir skotvopninu.