Nýliðinn mánuður var fremur kaldur og var meðalhiti á Akureyri einu stigi undir meðallagi eða 4,5 stig. Hæsti hiti í maí var 20,7 stig en lægsti hitinn í byggð mældist -8 stig á Þingvöllum þann 14. maí. Mjög hlýtt var um land allt fyrstu dagana í maí en um miðjan mánuðinn kólnaði og snjóaði víða.
Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 6 stig í maí og er það 0,3 stigum undir meðallagi. Meðalhiti á Hveravöllum var 0,6 stig og er það í meðallagi á Höfn í Hornafirði var meðalhiti 5,9 stig.
Óvenjuleg snjókoma seint í maí
Einkum var kalt á tímabilunum 4. til 11. og 19. til 27. maí og snjóaði
þá sums staðar. Mest snjódýpt mældist í Bolungarvík 21 sm þann 25. en jörð
varð alhvít á nokkuð mörgum stöðvum í flestum landshlutum og flekkótt víða.
Óvenjulegt er að það gerist sunnanlands svo seint í maí, að sögn Veðurstofunnar.
Hæsti hiti í mánuðinum mældist á Hallormsstað þann 1. maí, 20,7 stig, á mannaðri stöð varð hiti hæstur á Torfum 19,2 stig, einnig 1. maí. Lægsti hiti á landinu mældist þ. 22. á Brúarjökli, -13,1°, en lægstur í byggð varð hitinn á Þingvöllum, -8 stig þann 14.