Rætt við einkaaðila um öryggisgæslu í miðborg

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa er tilgangurinn með slíku samstarfi, verði af því, að auka öryggi og öryggiskennd borgaranna. „Borgin hefur hug á því að reyna að fá sýnilegri löggæslu og sýnilegri öryggisgæslu í miðborgina um helgar, til þess einmitt að borgarbúar upplifi sig öruggari. En rannsóknir hafa sýnt að menn upplifa sig óörugga, jafnvel þó svo glæpum sé að fækka," sagði hann. Lögreglan legði mikla áherslu á miðborgina en gæti eðlilega ekki beint öllum kröftum sínum þangað því þá yrði væntanlega lítið um löggæslu annars staðar í borginni. Aðspurður sagðist hann ekki telja að löggæsla í miðborginni væri ófullnægjandi.

Viðræðurnar við dyravarðafyrirtækið eru í höndum borgaryfirvalda en þær hafa verið ræddar við lögregluna.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði að ekki væri ætlunin að mennirnir sinntu löggæslu, heldur væri gert ráð fyrir að þeir myndu fylgjast með stöðu mála á víðara svæði en eingöngu í nágrenni við þá veitingastaði sem þeir starfa á. Aðspurður sagði Stefán að lögregla væri fullkomlega í stakk búin til að takast á við löggæslu í miðborginni en bætti við að lögregla hefði bent borgaryfirvöldum á að þar væru of margir veitingastaðir á litlu svæði. "Borgin veitir leyfi fyrir öllum þessum veitingastöðum sem draga að sér þennan mikla fjölda gesta sem í rauninni skapa þá stöðu sem við er að etja," sagði hann. Því væri fullkomlega eðlilegt að borgin velti fyrir sér leiðum til að auka þar öryggi.

Í hnotskurn
» Gísli Marteinn Baldursson er í samstarfshópi sem dómsmálaráðherra og borgarstjóri skipuðu í fyrra til að ræða um löggæslu í borginni.
» Dyraverðirnir, eins og aðrir, gætu t.d. beitt heimild til borgaralegrar handtöku ef þeir verða vitni að árásum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert