Spá því að þorskkvótinn verði ákveðinn 155 þúsund tonn

Þorskur í kassa.
Þorskur í kassa. AP

Grein­ing­ar­deild Kaupþings spá­ir því, að farið verði bil beggja við ákvörðun þorskkvót­ans á næsta fisk­veiðiári og kvót­inn verði á milli þess sem afla­regla seg­ir til um og þess sem Haf­rann­sókna­stofn­un­in legg­ur til. Sam­drátt­ur­inn verði því um 20% og að afla­markið fari því úr 193 þúsund tonn­um niður í 155 þúsund tonn.

Í ½5 frétt­um seg­ir, að þorsk­ur og tengd­ur iðnaður séu um 13% af heild­ar­út­flutn­ingi á vör­um og þjón­ustu. Sam­kvæmt grófri áætl­un megi ætla að hver 1000 tonn af þorski skapi um 244 millj­ón­ir í út­flutn­ings­tekj­ur. Þar af leiðandi, ef farið yrði að ráðum Haf­rann­sókn­ar­stofn­unn­ar, myndi það þýða um 14,5 millj­arða tap í út­flutn­ings­verðmæti, eða um 4% af heild­ar­út­flutn­ingi Íslend­inga. Verði afla­markið ákveðið 155 þúsund tonn þýði það 9 millj­arða sam­drátt í út­flutn­ingi eða sem nem­ur um 2,6% af heild­ar­út­flutn­ingi vöru og þjón­ustu. Áhrif­in skipt­ast þó á milli ár­anna 2007 og 2008 þar sem kvóta­árið nær frá byrj­un sept­em­ber til loka ág­úst. Áhrif­in á þessu ári verði því til­tölu­lega lít­il.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert