Studdum alla hvalveiðikvóta

Stefán Ásmundsson ræðir við þá Dan Goodman og Joji Morishita …
Stefán Ásmundsson ræðir við þá Dan Goodman og Joji Morishita í japönsku nefndinni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. AP

„Við greiddum atkvæði með tillögum um hvalakvóta enda teljum við að í öllum tilvikum sé um sjálfbærar veiðar að ræða," segir Stefán Ásmundsson, fulltrúi Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn var í Anchorage í Alaska í liðinni viku.

Alls var um fimm tillögur að ræða, tillögu Bandaríkjanna, Rússlands, Grænlendinga, Japans og St. Vincent og Grenadineseyja sem eru smáríki í Karíbahafinu.

Bandaríkin, Rússland og St. Vincent og Grenadinseyjar fengu þann kvóta sem ríkin óskuðu eftir en Grænlendingar urðu að draga úr þeirri aukningu sem þeir óskuðu eftir til þess að fá tillögu sína samþykkta. Japanska tillagan var á hinn bóginn felld.

„Þeir voru að óska eftir kvóta fyrir strandhéruð í Japan þar sem hvalveiðar hafa verið stundaðar í aldaraðir," segir Stefán. Þessar veiðar væru að því leyti algjörlega sambærilegar við frumbyggjaveiðarnar í hinum löndunum fjórum. Hvalveiðar Japana teldust á hinn bóginn ekki vera svokallaðar sjálfsþurftarveiðar frumbyggja en á hinn bóginn yrði að líta til þess að ekki væri að öllu leyti um það að ræða í hinum löndunum heldur. Þannig hefði t.a.m. ekki þurft að fara út fyrir hótelið í Alaska til að finna vörur sem unnar eru úr hvölum sem veiddir Bandaríkjamenn veiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert