Davíð segir gagnrýni SA ekki trúverðuga

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri fagn­ar því að Seðlabank­inn fái gagn­rýni, enda sé það sér­hverri stofn­un bæði hollt og gott. „Hitt er annað mál að það er ekki mjög trú­verðugt að halda því fram að vaxta­stefn­an hafi eng­in áhrif og jafn­framt kvarta yfir því að vext­irn­ir séu farn­ir að bíta,“ seg­ir Davíð um en Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gagn­rýndu bank­ann harðlega í gær fyr­ir háa stýri­vexti.

Að sögn Davðiðs eru hinir háu vext­ir eðli máls sa­kvæmt notaðir í því augn­miði að þrýsta verðbólgu niður á nýj­an leik. „Verðbólg­an var kom­in í tæp­lega 8%, en er núna kom­in í 4,5 %, þótt und­ir­liggj­andi verðbólga sé enn mik­il.“

Davíð seg­ir að háir vext­ir hafi áhrif í þá átt að styrkja stöðu geng­is­ins og það geti haft áhrif á marga, sér­stak­lega út­flutn­ings­at­vinnu­grein­arn­ar. Hins veg­ar sé verð á út­flutn­ingsaf­urðum mjög hátt eins og sak­ir standi, til dæm­is heims­markaðsverð áls, og því hafi gengið ágæt­lega fyr­ir út­flutn­ings­grein­arn­ar að kljást við hátt gengi.

Davíð kveður það mjög of­mælt að bank­inn sé fast­ur í víta­hring stýri­vaxta eins og SA segi, þvert á móti séu vaxta­ákv­arðanir bank­ans farn­ar að hafa áhrif og verðbólg­an er á niður­leið, þótt und­ir­liggj­andi verðbólga sé enn veru­leg. „Þess vegna eru menn farn­ir að viður­kenna það, ann­ars staðar en bara hér, að okk­ar sjón­ar­mið hafi verið rétt og að vext­ir þurfi að vera held­ur hærri, held­ur leng­ur en flest­ir höfðu spáð.“

Davíð seg­ir það rétt hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins að aðgerðir rík­is­ins í mars­mánuði hafi verið mjög óheppi­leg­ar en þá var láns­hlut­fall Íbúðarlána­sjóðs hækkað á ný.

„Það er gríðarleg eft­ir­spurn og pressa í þjóðfé­lag­inu enn þá og þessi aðgerð var til þess fall­in að ýta und­ir þá pressu sem verið hef­ur, sér­stak­lega á fast­eigna­markaðinum. Þannig að þetta voru ekki skyn­sam­leg viðbrögð,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert