Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is

Með lögunum verða ráðuneyti sameinuð og málaflokkar færðir á milli annarra í samræmi við samkomulag milli stjórnarflokkanna. Jafnframt verður hægt að sameina ráðuneyti án lagabreytingar. Samkvæmt núverandi lögum, sem eru frá árinu 1969, þarf lagabreytingu til að stofna ný ráðuneyti eða sameina. Verði lögin samþykkt mun forseti Íslands, að tillögu forsætisráðherra, geta úrskurðað að tvö ráðuneyti verði sameinuð í eitt. Benti forsætisráðherra á að þetta hefði verið sá háttur sem hafður hefði verið á í Danmörku. Þetta byði upp á meiri sveigjanleika við mótun stjórnsýslunnar sem væri nauðsynlegt nú þegar fækkun ráðuneyta væri fyrirhuguð.

„Með þessum hætti verða lögin sveigjanlegri án þess þó að hagga því meginmarkmiði þeirra að hamla offjölgun ráðuneyta sem var ein helsta kveikja stjórnarráðslaganna þegar þau voru sett árið 1969," sagði Geir.

Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert