Fyrsti lax sumarsins kominn á land úr Norðurá

Bjarni Júlíusson þreytir fyrsta lax sumarsins í Norðurá.
Bjarni Júlíusson þreytir fyrsta lax sumarsins í Norðurá. mbl.is/Einar Falur

Fyrsti lax sumarsins kom á land úr Norðurá klukkan 7:21 í morgun. Laxinn tók flugu Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, á svonefndu Broti, klukkan 7:11 og tíu mínútum síðar hafði Bjarni hendur á honum. Laxinum, sem var 74 sentimetra löng hrygna, var síðan sleppt aftur í ána.

Um 20 manns, stjórnarmenn SVFR, makar þeirra og fjölmiðlamenn fylgdust með viðureigninni. Bjarni spáði því galvaskur, að þetta yrði góð opnun og opnunarhollið myndi veiða 23 laxa en hann sá til fleiri laxa á Brotinu.

Í opnunarhollinu í fyrra veiddust þrír laxar og enginn árið áður. Var því ákveðið að seinka opnun árinnar frá 1. júní til 5. júní í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert