Greitt fyrir óskir með korti

Kafað í Peningagjá.
Kafað í Peningagjá.

Sú hefð að kasta pen­ing­um í Flosa­gjá, eða Pen­inga­gjá eins og hún er oft­ast nefnd, á sér langa sögu. Sagt er að Friðrik 8. Dana­kon­ung­ur hafi fyrst­ur hent smá­pen­ingi í gjána þegar hann heim­sótti Þing­velli árið 1907. Fjöldi ferðamanna hef­ur síðan leikið þetta eft­ir og kastað smá­pen­ing­um í gjána um leið og þeir hafa óskað sér.

Með tím­an­um virðist greiðslu­máti ferðafólks hins veg­ar hafa breyst, því ný­verið köfuðu starfs­menn Þing­vallaþjóðgarðs í Pen­inga­gjá til þess að hreinsa þaðan rusl og fundu þá sjö greiðslu­kort, bæði ís­lensk og er­lend. Að sögn Ein­ars Á. E. Sæ­mundsen, fræðslu­full­trúa Þing­vallaþjóðgarðs, voru sum kort­anna enn í gildi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert