Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir töskurykkjara.
Lögreglan lýsir eftir töskurykkjara. mbl.is/Július

Lögreglan lýsir eftir manni sem sakaður er um gripdeild, hann hrifsaði svarta handtösku af konu á Leifsgötu um hádegisbilið í dag. Maðurinn er 20 til 25 ára, um 170 cm á hæð klæddur í dökkan jakka og gráa hettupeysu í bláum gallabuxum. Þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar í tengslum við þetta mál eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn lögreglunnar urðu 17 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag. Eitt óhappanna varð er maður ók á umferðarljós við Stakkahlíð en hann er grunaður um lyfjaakstur og gistir nú fangageymslur lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert