Ný hrina fjársvikatölvupósta

AP

Ný hrina fjár­svika­tölvu­pósta virðist nú hell­ast yfir ís­lenska net­heima. Um er að ræða tölvu­pósta, sem sagðir eru vera frá breska lottó­inu The United Kingdom Nati­onal Lottery, og í þeim er fólki til­kynnt að það hafi unnið um­tals­verða fjár­hæð í alþjóðlegu happ­drætti sem farið hafi fram á net­inu. Þá er vísað til bresku happ­drætt­anna Ca­melot og Nati­onal Lottery en eng­ar upp­lýs­ing­ar um um­rætt lottó er þó að finna á heimasíðum þeirra.

Í tölvu­póst­in­um kem­ur fram að fólk þurfi að krefjast vinn­ings­ins inn­an fjór­tán daga með því að senda ákveðnum aðila per­sónu­upp­lýs­ing­ar um sig og tekið er fram að brot á trúnaði leiði til ógild­ing­ar vinn­ings­ins.

Embætti Rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur varað fólk við að senda ókunn­ug­um aðilum per­sónu­upp­lýs­ing­ar um sig og er fólk beðið um að áfram­senda slík skila­boð á net­fangið he@rls.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert