Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kjörin

Nýir fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur voru kjörnir á fundi borgarstjórnar í dag en Guðlaugur Þór Þórðarson, sem verið hefur formaður stjórnar fyrirtækisins, sagði sig úr stjórninni eftir að hann var skipaður heilbrigðisráðherra. Nýr formaður stjórnarinnar er Haukur Leósson og varaformaður Björn Ingi Hrafnsson.

Aðrir stjórnarmenn eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir fyrir vinstri Græna.

Skipað er í stjórnina til eins árs í senn, en auk Reykjavíkurborgar á Akraneskaupstaður einn fulltrúa í stjórn og Borgarbyggð áheyrnarfulltrúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert