Samþykkt að stefna að staðfestingu siðareglna borgarstjórnar

Borgarstjórn Reykvíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Samfylkingarinnar um að stefnt verði að staðfestingu siðareglna fyrir kjörna fulltrúa í haust.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni í borgarstjórn segir, að siðareglur liggi nú fyrir í drögum en þær hafi verið í undirbúningi frá því að Reykjavík samþykkti að skráning þeirra skyldi hafin, fyrst sveitarfélaga, í árslok 2004.

Í drögunum sem fylgja tillögunni í greinargerð kemur fram að markmið þeirra sé að skilgreina það hátterni, sem ætlast sé til að kjörnir fulltrúar sýni af sér við störf sín fyrir hönd Reykjavíkurborgar og upplýsa íbúa Reykjavíkur um þær kröfur sem gerðar eru til kjörinna fulltrúa."

Siðareglurnar skilgreina þau gildi sem liggja skuli til grundvallar við meðferð almannavalds, bann við spillingu og misbeitingu valds, hvernig umgangast skuli hagsmunaárekstra og stöðuveitingar svo dæmi sé nefnt. Samþykkt borgarstjórnar í dag gerði jafnframt ráð fyrir að útfærðar verði reglur borgarstjórnar um gjafir, boðsferðir og birtingu annarra skyldra upplýsinga. Í kjölfarið verði unnið að skráningu siðreglna fyrir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert