Alls leituðu 48.027 manns til Landspítala háskólasjúkrahúss á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 46.647 á sama tímabili á síðasta ári. Er þetta 3% fjölgun milli ára.
Þetta kemur m.a. fram í stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar til apríl og einnig, að lyfjakostnaður vegna S-merktra lyfja nam 688 milljónum króna og jókst um 27,4% milli ára.