Viðræður um sölu á Feygingu

Viðræður standa nú yfir við nokkra fjárfesta á Suðurlandi um sölu á stórum hluta í fyrirtækinu Feygingu ehf. í Þorlákshöfn. Vegna fjárskorts hafa framkvæmdir við uppbyggingu verksmiðjunnar legið niðri síðan í nóvember á síðasta ári.

Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu en átta ár eru liðin síðan Feyging var stofnuð til framleiðslu á trefjum úr sunnlenskum hör til útflutnings. Helstu eigendur fyrirtækisins eru Orkuveita Reykjavíkur (OR), Brú-fjárfestingarsjóður og Sveitarfélagið Ölfus.

Stjórnarformaður Feygingar, Þorleifur Finnsson frá OR, sagði við Morgunblaðið að viðræður við fjárfesta stæðu enn yfir og vildi hann ekki upplýsa um hvaða aðila væri að ræða. Niðurstaðna væri að vænta fljótlega en menn hefðu ekki gefið upp alla von um að framleiðslan ætti framtíð fyrir sér.

Eignir Feygingar hafa verið settar í söluferli en takist viðræður við nýja fjárfesta verður sú sala afturkölluð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert