Um helmingur sveitunga mætti við skólaslit Hrafnagilsskóla

Karl Frímannsson skólastjóri og Anna Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla.
Karl Frímannsson skólastjóri og Anna Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla. mbl.is/Benjamín Baldursson

Hrafnagilsskóla var slitið í gærkvöldi að viðstöddu miklu fjölmenni. Um helmingur allra íbúa í sveitinni, 430 manns heiðruðu skólann með nærveru sinni.

Fluttar voru margar ræður og bárust margar hamingjuóskir til skólastjórnenda, kennara og starfsliðs skólans í tilefni af Íslensku menntaverðlaununum 2007, sem skólinn hlaut á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert