Flótti hlaupinn í kennarastéttina

Að sögn formanns Kennarafélags Reykjavíkur eru um 80 kennarastöður lausar …
Að sögn formanns Kennarafélags Reykjavíkur eru um 80 kennarastöður lausar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/ÞÖK

Formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir vanta um það bil 80 kennara í grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu og telur að ástandið sé svipað úti á landi. Þorgerður Diðriksdóttir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hún teldi lág laun grunnskólakennara fyrst og fremst vera orsök þess að flótti sé hlaupinn í stéttina. Er um samantekin ráð kennara að ræða? „Nei, alls ekki. Ráðamenn höfðu áhyggjur af að eitthvað slíkt væri í bígerð en það er ekki tilfellið. Fólk kláraði þennan vetur en svo er það bara búið að fá nóg," sagði Þorgerður.

„Sumir hverjir eru búnir að fá störf við eitthvað annað, því grunnskólakennarar eru ákaflega eftirsóttir starfskraftar hvar sem þeir bera fæti niður," sagði Þorgerður að lokum.

Það eru 44 grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og því vantar að meðaltali um tvo kennara í hvern skóla samkvæmt lauslegum útreikningum Þorgerðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka