Flugvél SAS flugfélagsins hætti nú síðdegis við flugtak frá Gardermoen í Ósló. Vélinni var snúið aftur að flugstöðinni klukkan 16.35 og eftir snöggt innlit flugvirkja var hún send á leið til Íslands með um það bil eitt hundrað farþega innanborðs. Að sögn umboðsmanns SAS á Íslandi er ekki vitað hvers vegna vélinni var snúið frá flugtaki en það mun ekki hafa verið alvarlegt þar sem hún fór í loftið 12 mínútum síðar.
Vélin er nú á leið til Íslands og er seinkun á áætlun hennar talin vera 24 mínútur.