Hæstiréttur hefur dæmt rúmlega þrítuga konu í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að innflutningi á tveimur kílóum af kókaíni til landsins í ágúst á síðasta ári. Aðrir sem að málinu komu hlutu lægri refsingu, tveggja og þriggja ára fangelsisvist.
Elísabet Arnardóttir var dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að smyglinu. Þáttur hennar var talinn veigamestur en Elísabet hafði frumkvæði af því að útvega burðardýrið auk þess sem hún skipulagði ferðina með samverkamönnum og miðlaði upplýsingum. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hana í fjögurra ára fangelsi.
Burðardýrið í málinu, Elva Hlín Hauksdóttir, hlaut tveggja ára óskilorðsbundinn dóm fyrir þátt sinn, en í héraði var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar, skilorðsbundið. Hún er aðeins nítján ára.
Þá var staðfestur þriggja ára dómur yfir Arnari Sindra Magnússyni en refsing Guðmundar Andra Ástráðssonar lækkuð úr þremur árum í tvö.
Dómur Hæstaréttar