Í ósamræmi við skipulag

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
Í lögfræðiáliti sem 20 íbúar í nágrenni Njálsgötu 74 óskuðu eftir er komist að þeirri niðurstöðu að verulega meiri líkur en minni séu til þess að fyrirhugað heimili fyrir 10 heimilislausa karlmenn, sem opna á í húsinu, teljist vera stofnun og því í ósamræmi við skipulag hverfisins.

Allt virðist stefna í að íbúar krefjist lögbanns og fari síðan með málið fyrir dómstóla, hætti borgin ekki við.

Einn þeirra sem hafa mótmælt heimilinu – eða stofnuninni – er Pétur Gautur en hann og fjölskylda hans eiga hús númer 76 við götuna. Hann segir vinnubrögð borgarinnar í málinu fyrir neðan allar hellur og það segi sína sögu að íbúar hafi fyrst heyrt um málið í Fréttablaðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa. Þá séu vinnubrögð og viðbrögð borgarinnar í hróplegu ósamræmi við viðbrögð borgarstjóra við því þegar opna átti löglegan spilakassasal í Mjódd og viðbrögð borgarráðs við kvörtunum 23 íbúa í vesturbæ vegna sólarhringsopnunar 10-11 á Högunum.

Meðal þess sem íbúar hafa bent á, máli sínu til stuðnings, er að mikið af barnafólki búi í aðliggjandi húsum, barnaheimili sé í 15 metra fjarlægð, eldra fólk hafi áhyggjur af starfseminni og að fyrir liggi skriflegar yfirlýsingar fasteignasala um að eignir fólks, aleiga þess, lækki verulega í verði eða verði jafnvel óseljanlegar verði heimilið opnað. Þessum rökum hafi borgin sópað út af borðinu og embættismenn jafnvel hlegið að áhyggjum íbúanna, að sögn Péturs.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert