Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár

Mikið er rætt um gróðurhúsaáhrif og mögulegar afleiðingar þeirra, í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðana um lofstlagsbreytingar segir að bráðnun íss geti hraðað gróðurhúsaáhrifum. Íslenskir jöklar rýrnuðu á síðustu öld, eftir að hinni svokölluðu litlu ísöld lauk, þeir hafa hins vegar hopað mjög hratt síðustu ár og segir Helgi Björnsson, doktor við jarðvísindastofnun Háskólans að miðað við hógværar spár um hlýnun jarðar verði íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert