Kaupréttarsamningar eru hluti af launum samkvæmt dómi Hæstaréttar

mbl.is

Hæstiréttur dæmdi í dag að viðurkennt sé að kaupréttarsamningar séu hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna FL-Group hf., sem hæst laun hafa í skilningi eftirlaunasamnings Sigurðar Helgasonar, og FL Group frá 13. janúar 1977.

Með þessu snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra er FL Group var sýknað af kröfu fyrrverandi forstjóra og síðar stjórnarmanns Flugleiða. FL Group var jafnframt gert að greiða málskostnað Sigurðar Helgasonar, samtals 800.000 krónur, í héraði og fyrir Hæstarétti.

Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna FL Group sem hæst laun hefðu í skilningi eftirlaunasamnings Sigurðar og Flugleiða frá 13. janúar 1977.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið var til þess að kaupréttur þeirra átta stjórnenda Flugleiða, sem til viðmiðunar voru í eftirlaunasamningnum, var hluti af starfskjörum þeirra, þess að tilgangur viðmiðunarákvæðisins í bókuninni 13. janúar 1977 hlaut að hafa verið sá að tryggja Sigurði, við ófyrirséðar breytingar á aðstæðum, sömu raunhækkun á eftirlaunum og verða kynnu á launum æðstu stjórnenda Flugleiða og þess að aðilar túlkuðu samninginn þannig sjálfir í upphafi árs 2004 að undir hann féllu ábatagreiðslur er miðuðust við væntanlegar hækkanir á gengi bréfa í stefnda, var fallist á með Sigurði að verðmæti kaupréttarsamnings starfsmannanna átta skyldu taldir með við útreikning viðmiðunar fyrir eftirlaun Sigurðar Helgasonar.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert