Laugarslysið óupplýst

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur lokið rann­sókn sinni á slys­inu sem varð í Sund­laug Kópa­vogs í lok apríl en þá fannst 15 ára dreng­ur meðvit­und­ar­laus á laug­ar­botni og hef­ur legið þungt hald­inn á sjúkra­húsi síðan. Er hann kom­inn úr önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild og ligg­ur nú á barna­deild en án meðvit­und­ar.

Rann­sókn lög­regl­unn­ar lauk í síðustu viku og er niðurstaðan sú að eng­inn hafi séð dreng­inn sökkva til botns. Þá sást hann ekki í eft­ir­lits­mynda­vél­um laug­ar­inn­ar. Að sögn Sig­ur­björns Víðis Eggerts­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns eru til­drög slyss­ins því í raun óupp­lýst. Rann­sókn­ar­skýrsl­an er nú kom­in í hend­ur lög­fræðisviðs lög­regl­unn­ar sem hef­ur það hlut­verk að meta hvort málið sé nægi­lega rann­sakað.

Frá þeim tíma sem liðinn er frá slys­inu hafa ör­ygg­is­mál í sund­laug­inni verið yf­ir­far­in. Búið er að skerpa á þeim verk­ferl­um sem snúa að ör­yggi og þjálf­un starfs­fólks að sögn Jóns Júlí­us­son­ar, íþrótta­full­trúa Kópa­vogs. Þá hef­ur verið rætt um hvernig megi fyr­ir­byggja önn­ur eins slys, t.d. skoða hvort þörf sé á að fjölga starfs­mönn­um á vökt­um, þótt nú þegar stand­ist sá þátt­ur ör­yggis­kröf­ur um sundstaði, bend­ir Jón á.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert