Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, hefur fyrir hönd Magnúsar Ragnarssonar, f.v. sjónvarpsstjóra Skjá eins, afhent Ara Edwald forstjóra 365, stefnu fyrir ærumeiðingar og meiðyrði ásamt fleiru. Þetta kemur fram á bloggvef Jóns Axels Ólafssonar.
Þar segir að um sé að ræða a.m.k. þrjú óskyld mál sem Magnús stefnir 365 fyrir og eru það ummæli sem hafa verið birt í Sirkus blaðinu, DV og Fréttablaðinu sem m.a. ku hafa kallað Magnús Ragnarsson; Magga glæp! Kæran mun vera fyrir vafasamar fullyrðingar og fleira sem Magnús var búinn að fá sig full saddan af.
Eins og kunnugt er þá var síðasti dagur Magnúsar í stól sjónvarpsstjóra á Skjá einum á föstudaginn var og var þetta hans fyrsta verk, að stefna 365, eftir að starfi hans lauk á föstudag. Málið verður dómtekið 7. júní n.k.
Bloggvefur Jóns Axels Ólafssonar