Flaggskip Alcoa stefnir hraðbyri í fullan rekstur

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson

gunnarpall@mbl.is

FRAMKVÆMDIR á Austurlandi vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði eru nú á lokastigi. Stefnt er að því að álverið verði komið í fullan rekstur fyrir áramót og Kárahnjúkavirkjun veiti þá orku sem til þarf til að reka það. Á morgun verður haldin opnunarhátíð álversins með bæjarhátíð á Reyðarfirði.

Þótt hátíðin verði haldin á morgun er nokkuð í land þar til álverið kemst í fullan rekstur. Hafist var handa við að ræsa ker álversins í apríl og hafði í gær verið lokið við að ræsa 15 ker. Alls verða kerin hins vegar 336 í tveimur kerskálum. Í fyrsta áfanga verða 40 ker ræst en ekki verður hægt að ráðast í næsta áfanga ræsingarinnar fyrr en orka fæst frá Kárahnjúkavirkjun.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert