Með tvo eins bíla á sama skráningarnúmerinu

Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Vogahverfinu í Reykjavík í nótt veittu athygli tveimur jeppum sem voru af sömu gerð og með sama skráningarnúmer. Að sögn lögreglu virðist sem að einhver sé að reyna að vera með tvo bíla í gangi á gjöldum eins.

Lögreglan fjarlægði númerin af báðum bifreiðunum og má eigandi þeirra búast við því að verða kallaður fyrir og beðinn að gera grein fyrir þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert