Ráðherrar ræða við heimamenn á Vestfjörðum

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og byggðamálaráðherra, komu til Ísafjarðar í morgun. Ráðherrarnir munu hitta teymið sem stofnað var í kjölfar sölu Kambs á Flateyri. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Einar sagði í samtali við Bæjarins besta, að þeir Össur muni einnig hitta bæjarráð Bolungarvíkur og fara yfir stöðuna þar en fjöldi manns missti vinnuna þar í síðustu viku.

Einari og Össuri var falið af ríkisstjórninni að fylgjast með þróun mála á Flateyri. Í teyminu sem stofnað var eru fulltrúar frá sveitarfélögum svæðisins, skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Íbúasamtökum Önundarfjarðar, Rauða Kross deild Önundarfjarðar, svæðisvinnumiðlun, fjölmenningarsetri, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Kambi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert