Samþykkt í bæjarráði Kópavogs að láta rannsaka starfsemi Goldfinger

Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi
Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Samþykkt var á fundi bæjarráðs Kópavogs í gærkvöldi að vegna opinberrar umræðu undanfarið óskar bæjarráðið eftir því við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að embættið láti kanna hvort lögreglusamþykkt Kópavogs sé framfylgt á skemmtistaðnum Goldfinger.

Jafnframt var samþykkt að vegna ummæla forsvarsmanns næturklúbbsins Goldfingers í fjölmiðlum síðustu daga, skorar bæjarráð Kópavogs á félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess að rannsaka hvort lög um atvinnuréttindi og ferðafrelsi kunni að hafa verið brotin í tengslum við rekstur næturklúbbsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert