Um 110 víkingar nema land í Hafnafirði

Ætla mætti að hópur landsnámsmanna hafi lagt knörrum sínum við Hafnarfjarðarhöfn og séu að undirbúa mikið vorblót við Strandgötuna þar í bæ. Svo er þó ekki enda nútímamenn í víkingafötum sem lentu í Leifsstöð og eru komnir til að eta, drekkr og vera glaðr um helgina. Til að seðja svanga maga þeirra verða þrjátíu lambaskrokkar grillaðir á teini og 2000 lítrar af öli tilbúnir til drykkjar.

Víkingarnir voru í óðaönn í dag að undirbúa hina árlegu hafnfirsku víkingahátíð sem hefst á morgun. Að þessu sinni koma 110 víkingar erlendis frá og búist er við um 50 íslenskum þátttakendum. Sumir þeirra sem eru komnir til Hafnafjarðar hafa komið hingað á hverju ári frá því hátíðin var fyrst komið á fót árið 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert