Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA

Siðanefnd Sam­bands ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA) komst ný­lega að þeirri niður­stöðu að ný­af­staðin aug­lýs­inga­her­ferð Víf­il­fells á Coke Zero gos­drykkn­um bryti í bága við siðaregl­ur sam­bands­ins, þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Aug­lýs­inga­stof­an Vatik­anið gerði aug­lýs­ing­arn­ar sem voru að hluta byggðar á er­lendri fyr­ir­mynd. Kæra vegna meintr­ar kven­fyr­ir­litn­ing­ar í her­ferðinni barst Siðanefnd­inni og komst hún að þeirri niður­stöðu að aug­lýs­ing­ar í her­ferðinni brytu fyrstu grein siðareglna SÍA sem fjall­ar og vel­sæmi og seg­ir: "Aug­lýs­ing­ar skulu ekki inni­halda boðskap, í orðum eða mynd­um, sem brýt­ur gegn al­mennri vel­sæmis­kennd".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert