Byssumaður var mjög ölvaður

Frá vettvangi í nótt
Frá vettvangi í nótt mbl.is/Halldór

Maður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti í nálægð við eiginkonu sína í Hnífsdal í gærkvöldi var mjög ölvaður og gisti fangageymslur lögreglu í nótt. Hann kom út úr húsinu sjálfur um stundarfjórðungi eftir tvö í nótt eftir viðræður við sérsveitarmenn.

Níu meðlimir sérsveitar Ríkislögreglustjóra fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að fregnir bárust af því að ölvaður maður með skotvopn væri á heimili sínu í Hnífsdal. Eiginkona mannsins flýði til nágranna eftir að maðurinn hleypti af skoti nálægt henni, hún ber áverka á andliti samkvæmt tilkynningu frá lögreglu, en þó minniháttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert